Enski boltinn

Mario Balotelli orðaður við AC Milan

Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Nordic Photos / Getty Images
Það ríkir mikil óvissa um framtíð Mario Ballotelli hjá Englandsmeistaraliði Manchester City en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu á undanförnum vikum. Ítalska liðið AC Milan er eitt þeirra liða sem nefnd hafa verið til sögunnar sem næsti vinnustaður hjá ítalska landsliðsframherjanum.

Balotelli þekkir vel til í Mílanó en hann var áður leikmaður Inter. Hann hefur aðeins byrjað inná í einum leik af síðustu átta hjá Man City. Hann kom inná sem varamaður í 1-0 tapleik Man City í gærkvöld gegn Borussia Dortmund í Þýskalandi í Meistaradeild Evrópu. Man City sat eftir í neðsta sæti riðilsins og komst liðið ekki einu sinni í Evrópudeildina.

Man City keypti Balotelli sumarið 2010 fyrir um 4,8 milljarða kr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×