Erlent

Lofa að endurskoða starfsreglur áströlsku útvarpsstöðvarinnar

Hjónakornin.
Hjónakornin. Myndir/Cover media
Eigendur útvarpsstöðvarinnar sem hringdi í hjúkrunarfræðing sem sinnti Kate Middelton, eiginkonu Vilhjálms Prins, hafa lofað að endurskoða starfsreglur útvarpsstöðvarinnar.

Eins og kunnugt er þá svipti hjúkrunarfræðingurinn, Jacintha Saldanha, sig lífi eftir að útvarpsfólk frá Ástralíu hringdi í hana og þóttust vera foreldrar prinsins, og óskuðu eftir upplýsingum um líðan Kate, sem ber barn undir belti.

Svo virðist sem hjúkrunarfræðingurinn hafi tekið hrekkinn svo nærri sér að hún svipti sig lífi þremur dögum síðar.

Málið hefur vakið gríðarlega hneykslan, bæði í Ástralíu og í Bretlandi, en stjórnarformaður fjölmiðlafyrirtækisins sem á útvarpsstöðina sagði á fréttafundi á dögunum að ekki kæmi til greina að segja fólkinu upp störfum.

Hann hefur hinsvegar tilkynnt spítalanum, sem sinnti Kate, að fyrirtækið sé samvinnufúst verði ráðist í rannsókn á málavöxtum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×