Erlent

Meðlimur Pussy Riot fluttur í einangrun

María Aljókhína
María Aljókhína MYND/AFP

Hin rússneska María Aljókhína, sem dæmd var í tveggja ára fangelsi fyrir að hafa staðið fyrir mótmælum í kirkju í Moskvu í febrúar á þessu ári, situr nú í einangrun.

María var dæmd ásamt tveimur öðrum meðlimum hljómsveitarinnar Pussy Riot.

Að sögn rússneskra fjölmiðla fór María fram á að verða flutt á öryggisálmu fangabúðanna sem hún er vistuð í.

Samkvæmt fangelsismálayfirvöldum í Rússlandi sagði María að hún hefði átt erfið samskipti við samfanga sína.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×