Erlent

Myndbönd Pussy Riot verði fjarlægð

Samkvæmt úrskurði rússneskra dómstóla verður vefsíðum meinað að birta myndbönd hljómsveitarinnar Pussy Riot. Dómurinn var kveðinn upp í morgun en hann felur í sér að aðgangur að myndböndunum verði takmarkaður á þeim grundvelli að meðlimir Pussy Riot séu öfgasinnar.

Á meðal þeirra myndbanda sem dómstóllinn fjallaði um var tónlistarmyndband sem Pussy Riot tók upp í kirkju rússnesku rétttrúnaðarkirkjunnar fyrr á þessu ári. Seinna meir hlutu þrír meðlimir hljómsveitarinnar fangelsisdóma fyrir athæfið.

Myndbandið er vistað á YouTube sem er í eigu Google. Frá því að það birtist á vefsíðunni í mars á þessu ári hafa rúmlega tvær milljónir manna horft á myndbandið.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir talsmanni Google í Rússlandi að myndbandið yrði ekki fjarlægt fyrr en bein tilskipun þess efnis bærist frá yfirvöldum í Rússlandi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×