Erlent

Continental sýknað

Franskur áfrýjunarréttur hefur sýknað bandaríska flugfélagið Continental af manndrápsákæru vegna Concorde-flugslyssins sem kostaði 113 manns lífið.

Fyrir tveimur árum komust franskir dómstólar að því að Continental, sem sameinaðist United Airlines fyrr á þessu ári, hefði borið ábyrgð á dauða fólksins og var flugfélaginu gert að greiða aðstandendum þeirra skaðabætur.

Continental sagði dóminn fáránlegan og áfrýjaði málinu.

Flugslysið er eitt það frægasta í flugsögunni og markaði það endalok á hljóðfráu farþegaflugi.

Concorde-þotan fórst í flugtaki frá Charles de Gaulle flugvellinum í París, þann 25. júlí árið 2000.

Þessar byltingarkenndu vélar þóttu öruggustu farþegaþotur í heimi. Flug þeirra var stöðvað um tíma á meðan rannsókn á málinu fór fram.

Á endanum voru nokkrar breytingar gerðar á vélunum til að tryggja öryggi þeirra enn frekar.

Concorde-þoturnar voru síðan aftur teknar í notkun árið 2001 en tveimur árum síðar voru teknar alfarið úr umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×