Enski boltinn

Wenger pirraður yfir landsleikjavikunni

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er einn margra þjálfara sem er ekki sáttur við að missa leikmenn til landsliða sinna þessa vikuna.

"Þetta er vont fyrir okkur. Við þurfum á því að halda að vera saman og undirbúa næsta leik," sagði Wenger en það er landsleikjavika og því lítið sem hann getur gert í málinu.

"Það eru leikmenn tæpir vegna meiðsla á förum til landsliða og leikjaálagið er gríðarlega mikið þessa dagana. Hópurinn okkar er ekki mjög stór og við getum ekki gert miklar breytingar. Við verðum að taka þessu samt eins og aðrir."

Arsenal gerði 3-3 jafntefli gegn Fulham um helgina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×