Enski boltinn

Rio ákveður framtíðina um jólin

Það er enn óljóst hvað Rio Ferdinand gerir næsta sumar en þá rennur samningur hans við Man. Utd út. Svo gæti farið að Rio leggi skóna á hilluna.

Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, er sagður vera til í að bjóða hinum 34 ára gamla varnarmanni nýjan eins árs samning. Hann hefur fulla trú á því að Rio sé ekki búinn að vera.

"Það er alltaf gott að heyra slíkt frá stjóranum. Maður verður þó alltaf að taka stöðuna upp á nýtt í hverri viku. Eins og staðan er núna mun ég ekki ákveða neitt fyrr en í fyrsta lagi um jólin. Svo sé ég til hvernig mér líður næsta sumar," sagði Rio.

West Ham hefur einnig verið að fylgjast með gangi mála og væri til í að bjóða Rio samning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×