Enski boltinn

Cech: Þetta er þriggja hesta hlaup

Tékkneski markvörðurinn hjá Chelsea, Petr Cech, segir að baráttan um enska meistaratitilinn sé þegar orðin þriggja hesta hlaup þó svo stutt sé liðið á tímabilið.

Cech er svo sem ekkert að benda á eitthvað sem fólk er ekki að taka eftir. Manchester-liðin og Chelsea virðast vera í sérklassa.

"Manchester-liðin hafa verið mjög stöðug í sinni stigasöfnun. Við erum búnir að tapa stigum upp á síðkastið eins og þau gerðu í upphafi tímabilsins. Það verða þessi þrjú lið sem berjast um titilinn," sagði Tékkinn.

"Það lið sem heldur mestum stöðugleika er liðið sem vinnur deildina. Við megum því alls ekki gefa Manchester-liðunum færi á að ná forskoti."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×