Íslenski boltinn

Ólafur Örn búinn að semja við Fram

Ólafur Örn við undirskriftina í dag.
Ólafur Örn við undirskriftina í dag. Heimasíða Fram
Varnarmaðurinn síungi, Ólafur Örn Bjarnason, skrifaði í dag undir samning við Fram. Hann kemur til félagsins frá Grindavík.

Ólafur Örn er orðinn 37 ára gamall. Hann kom heim úr atvinnumennsku árið 2010 til þess að þjálfa Grindavík. Hann lék svo með liðinu síðasta sumar undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar.

Framarar hafa verið duglegir á leikmannamarkaðnum en áður voru Framarar búnir að fá þá Viktor Bjarki Arnarsson og Hauk Baldvinsson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×