Enski boltinn

Villas-Boas: Tottenham verður bara að enda ofar en Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Andre Villas-Boas, stóri Tottenham.
Andre Villas-Boas, stóri Tottenham. Mynd/AFP
Andre Villas-Boas, stóri Tottenham, segir að sínir menn verði að enda ofar í töflunni í vor heldur en nágrannar þeirra í Arsenal. Liðin mætast í ensku úrvalsdeildinni um helgina en leikur þeirra fer fram á Emirates Stadium í hádeginu á laugardaginn.

Villas-Boas var spurður um það á blaðamannafundi fyrir leikinn hvort það væri raunhæft að Tottenham næði að enda ofar en Arsenal en það hefur ekki gerst í 18 ár eða síðan tímabilið 1994 til 1995. Arsenal hefur verið einu sæti á undan Tottenaham undanfarin þrjú tímabil.

„Við verðum bara að enda ofar en þeir því það lítur allt úr fyrir það að það verði Man United, Man City og Chelsea sem taki þrjú efstu sætin og keppi um titilinn," sagði Andre Villas-Boas enda markmið Tottenham að ná einu af fjórum efstu sætunum og komast þar með í Meistaradeildina.

„Við ætlum að reyna að minnka forskot efstu liðanna og passa upp á að það stækki ekki," sagði Villas-Boas en Tottenham-liðið er nú í 7. sæti einu sæti og einu stigi á undan Arsenal en sjö stigum á eftir Chelsea sem er í 3. sætinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×