Enski boltinn

Mancini sendir Hart skýr skilaboð

Hart með Frank Lampard.
Hart með Frank Lampard.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, hefur varað markvörðinn Joe Hart við því að hann muni ekki hika við að henda honum á bekkinn ef hann ætlar að fara að gefa eftir.

Hart er af mörgum talinn vera besti markvörður heims en formið hjá honum hefur ekki verið nógu gott upp á síðkastið og hann hefur verið að gefa ódýr mörk.

"Hann er númer eitt hjá mér en ef hann spilar illa þá geri ég breytingar. Það er ekkert vandamál. Joe er eins og Balotelli, eins og allir aðrir leikmenn. Það gengur það sama yfir alla," sagði Mancini.

"Ef Joe spilar ekki vel í fimm eða sex leiki þá skipti ég honum út. Costel Pantilimon er góður markvörður sem bíður línunni. Ég treysti samt Joe enda tel ég hann vera besta markvörð Englands."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×