Enski boltinn

Ferguson: Frábær varnarleikur hjá Norwich

Pilkington skorar hér sigurmark leiksins.
Pilkington skorar hér sigurmark leiksins.
Sir Alex Ferguson, stjóri Man. Utd, var ekkert sérstaklega kátur eftir tapið gegn Norwich í kvöld en tók samt ekkert af baráttuglöðu liði Norwich.

"Það verður að hrósa þeim fyrir sinn varnarleik. Þeir lögðu líf sitt undir í þessum varnarleik," sagði Ferguson.

"Við fengum bara hálffæri í þessum leik. Markvörðurinn þeirra var líka góður. Við náðum að setja þá undir pressu en fengum ekki markið sem okkur vantaði."

Markaskorarinn Anthony Pilkington var að vonum himinlifandi.

"Þetta er frábær dagur fyrir stuðningsmennina og félagið. Við erum með gott lið og stjórinn sagði okkur að trúa. Við gerðum það og höfum ekki tapað í síðustu sex leikjum," sagði hetja Norwich.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×