Enski boltinn

Ngog tryggði Bolton sigur á Cardiff og sá síðan rautt

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Ngog.
David Ngog. Mynd/Nordic Photos/Getty
Heiðar Helguson, Aron Einar Gunnarsson og félagar þeirra í Cardiff þurftu að sætta sig við tap á móti Bolton í ensku b-deildinni í kvöld. Cardiff var 1-0 yfir í hálfleik en fékk á sig tvö mörk á síðustu 22 mínútum leiksins.

David Ngog, fyrrum leikmaður Liverpool, skoraði sigurmarkið á 74. mínútu leiksins en áður hafði Martin Petrov jafnaði úr vítaspyrnu sem Ngog fékk á 69. mínútu.

Ngog var mikið í sviðsljósinu því hann fékk tvö gul spjöld á síðustu sjö mínútum og varð því að yfirgefa völlinn með rautt spjald.

Heiðar Helguson var í byrjunarliðinu og spilaði fyrstu 63 mínúturnar en Aron Einar kom inn á sem varamaður fyrir Kim Bo-Kyung á 70. mínútu eða strax eftir að Bolton jafnaði leikinn.

Cardiff og Middlesbrough eru bæði með 28 stig í efstu sætum deildarinnar en Crystal Palace er nú aðeins einu stigi á eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×