Enski boltinn

Mancini: Ánægður með frammistöðuna en ekki úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Roberto Mancini, stjóri Manchester City.
Roberto Mancini, stjóri Manchester City. Mynd/AFP
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, horfði upp á sína menn tapa tveimur stigum á móti West Ham í kvöld þegar liðin gerðu markalaust jafntefli á Upton Park.

Manchester City átti möguleika á að komast upp að hlið United á toppnum en tókst ekki að finna leiðir framhjá Jussi Jääskelainen í marki West Ham.

„Mér fannst við spila vel en ef við ætlum að vinna leiki þá þurfum við að skora. Við klikkuðum á fjórum, fimm, sex ótrúlegum færum í þessum leik," sagði Roberto Mancini við ESPN.

Mario Balotelli, Carlos Tevez, Garteh Barry og Edin Dzeko fengu allir frábær færi til þess að tryggja Manchester City öll stigin.

„Strákarnir spiluðu vel og við vörðumst vel. Ég er ánægður með frammistöðuna en ekki með úrslitin. Við áttum skilið að vinna þennan leik," sagði Mancini.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×