Enski boltinn

Manchester United ætlar ekki að semja við Giggs

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ryan Giggs.
Ryan Giggs. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ryan Giggs verður 39 ára gamall 29. nóvember næstkomandi og í lok þessarar leiktíðar gæti hann orðið Englandsmeistari í þrettánda sinn. Í síðustu viku skoraði hann gegn Chelsea í deildarbikarnum og hafði þá skorað á öllum 23 árum sínum sem atvinnumaður hjá Manchester United en nú er líklega komið að endalokum hjá kappanum.

Samningur Giggs rennur út eftir leiktíðina og eins og staðan er núna ætlar United ekki að framlengja samninginn. Giggs er ólíkindatól og það er knattspyrnustjórinn Sir Alex Ferguson líka.

Giggs er sá leikmaður United sem spilað hefur flesta leiki, alls 917 og skorað í þeim 165 mörk. Giggs lék í 120 mínútur í deildarbikarnum gegn Chelsea og blés ekki úr nös í leikslok.

Þótt að Giggs sé ekki inni í framtíðarmyndinni hjá United þá kæmi það ekki á óvart að skoski knattspyrnustjórinn lýsti því yfir á næsta ári að Giggs yrði með enn eina leiktíðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×