Enski boltinn

Solskjær dreymir um að taka við United

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Molde í Noregi og fyrrum leikmaður Manchester United, á sér þann draum um að stýra United einn daginn.

Solskjær gerði Molde að Noregsmeistara á síðasta ári og er liðið í efsta sæti deildarinnar nú þegar að tvær umferðir eru eftir af tímabilinu.

Hann hefur verið orðaður við nokkur lið í Englandi, til að mynda Aston Villa og Blackburn. Hann ræddi við forráðamenn Villa en kaus að halda kyrru fyrir í Noregi.

„Ég ætla ekki að vera það barnalegur að ég hafi það sem til þarf fyrir þetta starf en maður á að eiga sér stóra drauma og stór markmið," sagði Solskjær um United-starfið.

„Það væri draumur en ég ætla að taka eitt skref í einu. Ég vil verða knattspyrnustjóri í Englandi. Ég er í raun nýbyrjaður og hef verið í tvö ár í Noregi. Ég hef rætt við ýmis félög og útskýrt að ég vilji ekki taka of stórt skref núna."

„Þetta er ekki auðvelt starf en það er gaman þegar að vel gengur. Þetta er svo mikil áskorun þegar illa gengur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×