Enski boltinn

Nasri vill meiri samstöðu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Samir Nasri, leikmaður Manchester City, segir að liðið eigi góðan möguleika á að verja Englandsmeistaratitilinn ef leikmenn standi saman í baráttunni á öllum vígstöðum.

City er enn ósigrað í ensku úrvalsdeildinni en liðið hefur gert fjögur jafntefli í fyrstu tíu umferðunum. City gerði markalaust jafntefli við West Ham á laugardaginn og er í þriðja sæti deildarinnar.

„Ég veit ekki hversu lengi við verðum ósigraðir. Við höfum hæfileikana og getuna en við þurfum allir að vera samstíga í þessu," sagði Nasri við enska fjölmiðla.

„Allir leikmenn þurfa að hafa trú á sigrinum þegar við stígum inn á völlinn. Ef við berjumst hverjir fyrir aðra þá getum við unnið hvern sem er."

„Við höfum farið illa með mörg færi og það hjálpar ekki til. Við þurfum að bæta þann þátt í okkar leik."

Öllu verr hefur gengið í Meistaradeild Evrópu en þar er City með aðeins eitt stig að loknum þremur leikjum og á erfiðan leik gegn Ajax á morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×