Enski boltinn

Wenger stefnir á efstu þrjú sætin

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir það enn markmið liðsins að ná einu af efstu þremur sætum ensku úrvalsdeildarinnar.

Arsenal tapaði fyrir Manchester United um helgina, 2-1, og er sem stendur í sjötta sæti deildarinnar með fimmtán stig - sjö stigum á eftir Manchester City sem er í þriðja sæti.

Þetta er versta byrjun Arsenal undir stjórn Wenger og viðurkennir hann að liðið eigi verk að vinna.

„Það er erfitt að staðhæfa að við séum nógu góðir til að eiga heima í efstu þremur sætunum," sagði Wenger við enska fjölmiðal.

„En það er það sem við þurfum að sýna og það er takmarkið okkar þetta tímabilið. Við höfum spilað erfiða útileiki - gegn United, City, Liverpool og Stoke."

„Vandamálið liggur í varnarleiknum. Það er engin sérstök ástæða fyrir því. Við byrjuðum illa gegn United og þeir eru með öfluga sóknarmenn. Þeir skora gegn öllum og eru betri en við. Svo einfalt er það."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×