Enski boltinn

Rodgers vill fá sóknarmann í janúar

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, vill styrkja leikmannahóp sinn í janúar með því að fá annan sóknarmann til liðsins.

Eins og stendur er Luis Suarez eini framherjinn í aðalhópi Liverpool sem er leikfær. Hann hefur skorað sjö af þrettán mörkum liðsins í ensku úrvalsdeildinni til þessa.

„Við þurfum að styrkja sóknarleikinn," sagði Rodgers í samtali við enska fjölmiðla.

„Ef okkur tekst að finna þá leikmenn sem hæfa því leikkerfi sem við viljum nota þá verður liðið okkar mjög spennandi. Þangað til verðum við bara að halda ótrauðir áfram," bætti hann við.

Rodgers hefur lofað Suarez mikið í enskum fjölmiðlum að undnförnu. „Það er algjör unun að fá að vinna með honum. Hann stefnir að því að bæta sig á hverjum degi sem hann æfir - og hann er enn ungur leikmaður. Hann ætlar að verja sínum bestu árum hér sem er frábært. Hann er hungraður í að skora fleiri mörk."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×