Enski boltinn

Cabaye: Cole ætti að fara aftur til Lille

Það gengur ekkert hjá Cole með Liverpool.
Það gengur ekkert hjá Cole með Liverpool.
Franski miðjumaðurinn hjá Newcastle, Yohan Cabaye, hefur hvatt Joe Cole, leikmann Liverpool, til þess að drífa sig aftur til Lille í Frakklandi.

Ferill Cole hjá Liverpool er ekki glæsilegur. Hann spilaði lítið fyrsta árið, var svo lánaður til Lille í ár. Honum hefur svo ekkert gengið að komast í liðið hjá Liverpool í vetur. Hann er aðeins búinn að spila í 32 mínútur í deildinni.

"Þetta getur ekki verið auðvelt fyrir hann. Honum gekk vel hjá Lille og það væri líklega góð hugmynd fyrir hann að fara aftur þangað," sagði Cabaye sem lék áður með Lille.

"Ég veit að fólk þar er mjög ánægt með hann og myndi taka honum fagnandi."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×