Enski boltinn

Sir Alex fær styttu fyrir utan Old Trafford

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United.
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United. Nordic Photos / Getty Images
Manchester United mun afhjúpa nýja styttu af Sir Alex Ferguson, stjóra liðsins, fyrir utan Old Trafford fyrir leik liðsins gegn QPR um helgina.

Ferguson fagnar um þessar mundir 26 ára starfsafmæli sínu hjá United en fyrsti leikur hans sem stjóri United var einmitt gegn QPR haustið 1986.

Hann hélt upp á 25 ára starfsafmæli í fyrra og var þá greint frá áætlunum félagsins að reisa honum styttu. Hún verður staðsett við innganginn í Sir Alex Ferguson-stúkuna.

Ferguson hefur á sínum tíma hjá United unnið tólf deildarmeistaratitla, fimm bikarmeistaratitla, fjóra deildarbikarmeistaratitla og tvo Evrópumeistaratitla.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×