Enski boltinn

Santos: Robin bað um að skiptast á treyjum

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Van Persie og Santos heilsast fyrir leik.
Van Persie og Santos heilsast fyrir leik. Nordic Photos / Getty Images
Andre Santos hefur beðið stuðningsmenn Arsenal fyrir að skiptast á treyjum við Robin van Persie, leikmann Manchester United, áður en leik liðanna lauk um helgina.

Þeir skipustu á treyjum þegar að leikmenn gengu til búningsklefa að fyrri hálfleik loknum. Van Persie lék með Arsenal í átta ár sem kunnugt er áður en hann var seldur til United í fyrra.

Santos hefur greint frá því að þeir séu enn góðir vinir eftir að hafa verið samherjar hjá Arsenal. Það hafi enn fremur verið hugmynd Van Persie að skiptast á treyjum.

„Brotthvarf Robin breytti honum ekki í óvin í mínum augum," sagði Santos í viðtali við The Sun í dag. „Við erum vinir og hann talaði um að skiptast á treyjum. Leikmenn gera það oft."

„Ég hafði ekki hugmynd um að þetta myndi skapa svona mikinn usla því annars hefði ég beðið Robin um að bíða með þetta þangað til að við værum komnir afsíðis."

„Þess vegna vil ég biðja þá stuðningsmenn afsökunar sem fannst þetta óviðeigandi. En ég vil bara að allir skilji að hann er vinur minn og ég ætla ekki að koma öðruvísi fram við hann bara vegna þess að hann fór til United."

„Hann kom til mín í hálfleik og ég hélt að þetta yrði ekki svona mikið vesen. Ég er alltaf til í að kasta kveðju á góðan vin."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×