Enski boltinn

Mata og Torres heyrðu ekki sjálfir hvað Clattenburg sagði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Nordic Photos/Getty
Oriol Romeu, liðsfélagi Juan Mata og Fernando Torres hjá Chelsea, sagði í viðtali við spænska útvarpsstöð að hvorugur spænsku leikmannanna hafi heyrt hvað dómarinn Mark Clattenburg sagði í leik Chelsea og Manchester United á sunnudaginn.

Mark Clattenburg sætir nú bæði lögreglurannsókn og rannsókn á vegum enska knattspyrnusambandsins vegna ummæla sinna við leikmenn Chelsea í fyrrnefndum leik.

Enskir fjölmiðlar hafa greint frá því að leikmennirnir tveir sem um ræðir séu þeir Juan Mata og John Obi Mikel en dómarinn hefur verið sakaður um kynþáttafordóma gagnvart leikmönnum.

„Juan og Fernando sögðu við mig að þeir heyrðu ekki hvað dómarinn sagði. Ég veit að Chelsea lagði inn kvörtun og ég held að þetta sé stórt mál ef marka má það sem nokkrir Chelsea-menn sögðu að hafi gerst," sagði Oriol Romeu í viðtali á spænsku útvarpsstöðinni Cope.

„Það var einhver annar sem heyrði hvað dómarinn sagði. Ég heyrði ekkert sjálfur og fór snemma heim. Juan sagði mér þá að það væri eitthvað vandamál og að hann þyrfti að vera lengur," sagði Romeu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×