Enski boltinn

Chelsea kvartar formlega undan Clattenburg

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mark Clattenburg og John Obi Mikel.
Mark Clattenburg og John Obi Mikel. Nordic Photos / Getty Images
Chelsea hefur staðfest á heimasíðu sinni að félagið hafi lagt fram formlega kvörtun til enska knattspyrnusambandsins vegna Mark Clattenburg, knattspyrnudómara.

Clattenburg dæmdi leik Chelsea og Manchester United um helgina og er það niðurstaða Chelsea að hann hafi notað óviðeigandi málfar gagnvart John Mikel Obi, leikmanni félagsins.

„Þetta er niðurstaða ítarlegrar rannsóknar sem félagið hefur framkvæmt," segir í yfirlýsingunni.

Einnig var talið að Clattenburg hafi notað niðrandi orð um annan leikmann Chelsea, Juan Mata. Segir í yfirlýsingunni að ekki hafi verið nægileg sönnunargögn fyrir hendi til þess að leggja fram kvörtun undan því.

Enska knattspyrnusambandið og lögreglan í Lundúnum rannsaka nú málið og heitir félagið fullu samstarfi við rannsóknaraðila.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×