Enski boltinn

Gylfi í byrjunarliði Tottenham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Gylfi Þór Sigurðsson er í byrjunarliði Tottenham sem mætir Norwich á útivelli í 16-liða úrslitum ensku deildabikarkeppninnar.

Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Gylfi var í byrjunarliði Tottenham í tveimur leikjum í röð eftir landsleikjafríið í október en kom inn á sem varamaður er liðið vann 2-1 sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni um helgina.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Walker, Dawson, Caulker, Naughton, Livermore, Carroll, Falque, Gylfi Þór, Bale og Dempsey.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×