Enski boltinn

Heiðar skoraði í tapleik

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Heiðar Helguson í leik með Cardiff.
Heiðar Helguson í leik með Cardiff. Nordic Photos / Getty Images
Heiðar Helguson skoraði mark Cardiff sem mátti þola 3-1 tap fyrir Nottingham Forest í ensku B-deildinni í dag.

Cardiff datt niður í annað sæti deildarinnar en liðið er með 22 stig, rétt eins og topplið Leicester sem gerði 1-1 jafntefli við Birmingham á sama tíma.

Heiðar spilaði allan leikinn og skoraði á 74. mínútu þegar staðan var orðin 3-0 fyrir Forest. Aron Einar Gunnarsson var einnig í byrjunarliði Cardiff en var tekinn af velli á 65. mínútu.

Huddersfield er í þriðja sæti deildarinnar með 20 stig eftir sigur á Wolves í dag. Björn Bergmann Sigurðarson var ónotaður varamaður hjá Wolves en Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins.

Wolves er í fimmta sæti deildarinnar með nítján stig.

Kári Árnason var í byrjunarliði Rotherham sem vann 3-0 sigur á Aldershot í ensku D-deildinni. Rotherham er í níunda sæti deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×