Enski boltinn

Maður handtekinn vegna árásarinnar á Chris Kirkland

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordicphotos/Getty
Lögreglan í Suður-Jórvíkurskíri hefur handtekið 21 árs mann sem grunaður er um árás á Chris Kirkland, markvörð Sheffield Wednesday.

Atvikið átti sér stað í viðureign Wednesday og Leeds í Championship-deildinni á föstudagskvöld. Í kjölfar jöfnunarmark Leeds hlupu nokkrir stuðningsmanna liðsins inn á völlinn. Einn gekk skrefinu lengra en aðrir og ýtti af krafti í andlit Kirkland sem féll í jörðina.

„Ég fann fyrir þessu og mér var brugðið því maður veit aldrei hvað hann hefði getað haft í höndum sér," sagði Kirkland og benti á þá staðreynd að árásarmaðurinn hefði getað verið vopnaður.

Dave Jones, knattspyrnustjóri Wednesday og Neil Warnock, stjóri Leeds, hafa auk Kirkland óskað eftir harðri refsingu. Þá sendi Leeds frá sér yfirlýsingu þar sem félagið harmar atburðinn.

„Knattspyrnufélagið Leeds United biðst opinberlega afsökunar og fordæmir hegðun stuðningsmannsins sem hljóp inn á völlinn á Hillsborough og réðst á Chris Kirkland, markvörð Sheffield Wednesday."


Tengdar fréttir

Stuðningsmaður Leeds sló Kirkland - myndband

Sorgleg uppákoma átti sér stað í leik Sheffield Wednesday og Leeds í ensku B-deildinni í kvöld. Stuðningsmaður Leeds hljóp þá inn á völlinn og kýldi Chris Kirkland, markvörð Sheff. Wed, í andlitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×