Skýr krafa um breytingu á stjórnarskránni 21. október 2012 20:30 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að almenningur hafi í gær sett fram skýra kröfu á þingmenn að þeir ljúki nú við frumvarp að nýrri stjórnarskrá svo hægt verði að kjósa um það í vor. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að framhaldið sé enn óljóst. Það var mikill fögnuður á Hótel Borg í gærkvöldi þegar fyrstu tölur voru birtar en þar höfðu Samtök um nýja stjórnarskrá blásið til fagnaðar. Við tókum Salvöru Nordal, formann Stjórnlagaráðs tali. Hún sagði sérstaklega ánægjulegt að sjá hve mikinn stuðning fyrsta spurningin hafi fengið í atkvæðagreiðslunni og að nú sé boltinn hjá Alþingi. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að Alþingi taki þessar tillögur alvarlega og það verði núna alvarleg og efnisleg umræða um tillögurnar í framhaldinu," segir Salvör. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tekur undir með Salvöru: „Ég er mjög stolt með það að þjóðin skuli skila þinginu svona afdráttarlausri niðurstöðu. Þarna hefur verið tekin afstaða í stórum deilumálum sem lengi hafa verið uppi hjá þjóðinni," segir Jóhanna. Jóhanna segist ekki á því að þáttakan hafi verið dræm, og að niðurstaðan sé nægilega afdráttarlaus til þess að þinginu beri að taka hana alvarlega og hún vill klára málið fyrir næstu kosningar. „Þetta er krafa frá þjóðinni, það eru bara skilaboðin til þingsins. Ég ætla nú bara að leyfa mér að vera bjartsýn á að menn fari nú ekki að læsast niðri í skotgröfunum heldur setjist málefnalega yfir þau verkefni sem okkur hafa verið falin og við afgreiðum þau fyrir næstu alþingiskosningar," segir Jóhanna. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að kjörsóknin sé lítil. "Sem vekur auðvitað spurningar um hvenig stór hluti kjósenda leit á þessa atkvæðagreiðslu. Það er auðvitað dálítið bratt að ætla sér að segja til um hvað allt það fólk var að hugsa og ég hugsa að ástæðurnar geti verið mjög mismunandi," segir Birgir. Birgir segir framhaldið óráðið en ljóst sé þó að meirihlutinn muni leggja fram frumvarp um málið á þingi. „Þá er öll málsmeðferðin eftir í þinginu og það er auðvitað ekki ljóst á þessu stigi hvaða stefnu hún tekur eða hve mikið svigrúm þingmenn munu telja sig hafa til að breyta textanum sem liggur fyrir," segir Birgir. Eina sem við getum sagt með nokkri vissu er það þarna liggur fyrir Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að almenningur hafi í gær sett fram skýra kröfu á þingmenn að þeir ljúki nú við frumvarp að nýrri stjórnarskrá svo hægt verði að kjósa um það í vor. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að framhaldið sé enn óljóst. Það var mikill fögnuður á Hótel Borg í gærkvöldi þegar fyrstu tölur voru birtar en þar höfðu Samtök um nýja stjórnarskrá blásið til fagnaðar. Við tókum Salvöru Nordal, formann Stjórnlagaráðs tali. Hún sagði sérstaklega ánægjulegt að sjá hve mikinn stuðning fyrsta spurningin hafi fengið í atkvæðagreiðslunni og að nú sé boltinn hjá Alþingi. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að Alþingi taki þessar tillögur alvarlega og það verði núna alvarleg og efnisleg umræða um tillögurnar í framhaldinu," segir Salvör. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tekur undir með Salvöru: „Ég er mjög stolt með það að þjóðin skuli skila þinginu svona afdráttarlausri niðurstöðu. Þarna hefur verið tekin afstaða í stórum deilumálum sem lengi hafa verið uppi hjá þjóðinni," segir Jóhanna. Jóhanna segist ekki á því að þáttakan hafi verið dræm, og að niðurstaðan sé nægilega afdráttarlaus til þess að þinginu beri að taka hana alvarlega og hún vill klára málið fyrir næstu kosningar. „Þetta er krafa frá þjóðinni, það eru bara skilaboðin til þingsins. Ég ætla nú bara að leyfa mér að vera bjartsýn á að menn fari nú ekki að læsast niðri í skotgröfunum heldur setjist málefnalega yfir þau verkefni sem okkur hafa verið falin og við afgreiðum þau fyrir næstu alþingiskosningar," segir Jóhanna. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að kjörsóknin sé lítil. "Sem vekur auðvitað spurningar um hvenig stór hluti kjósenda leit á þessa atkvæðagreiðslu. Það er auðvitað dálítið bratt að ætla sér að segja til um hvað allt það fólk var að hugsa og ég hugsa að ástæðurnar geti verið mjög mismunandi," segir Birgir. Birgir segir framhaldið óráðið en ljóst sé þó að meirihlutinn muni leggja fram frumvarp um málið á þingi. „Þá er öll málsmeðferðin eftir í þinginu og það er auðvitað ekki ljóst á þessu stigi hvaða stefnu hún tekur eða hve mikið svigrúm þingmenn munu telja sig hafa til að breyta textanum sem liggur fyrir," segir Birgir. Eina sem við getum sagt með nokkri vissu er það þarna liggur fyrir
Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira