Skýr krafa um breytingu á stjórnarskránni 21. október 2012 20:30 Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að almenningur hafi í gær sett fram skýra kröfu á þingmenn að þeir ljúki nú við frumvarp að nýrri stjórnarskrá svo hægt verði að kjósa um það í vor. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að framhaldið sé enn óljóst. Það var mikill fögnuður á Hótel Borg í gærkvöldi þegar fyrstu tölur voru birtar en þar höfðu Samtök um nýja stjórnarskrá blásið til fagnaðar. Við tókum Salvöru Nordal, formann Stjórnlagaráðs tali. Hún sagði sérstaklega ánægjulegt að sjá hve mikinn stuðning fyrsta spurningin hafi fengið í atkvæðagreiðslunni og að nú sé boltinn hjá Alþingi. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að Alþingi taki þessar tillögur alvarlega og það verði núna alvarleg og efnisleg umræða um tillögurnar í framhaldinu," segir Salvör. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tekur undir með Salvöru: „Ég er mjög stolt með það að þjóðin skuli skila þinginu svona afdráttarlausri niðurstöðu. Þarna hefur verið tekin afstaða í stórum deilumálum sem lengi hafa verið uppi hjá þjóðinni," segir Jóhanna. Jóhanna segist ekki á því að þáttakan hafi verið dræm, og að niðurstaðan sé nægilega afdráttarlaus til þess að þinginu beri að taka hana alvarlega og hún vill klára málið fyrir næstu kosningar. „Þetta er krafa frá þjóðinni, það eru bara skilaboðin til þingsins. Ég ætla nú bara að leyfa mér að vera bjartsýn á að menn fari nú ekki að læsast niðri í skotgröfunum heldur setjist málefnalega yfir þau verkefni sem okkur hafa verið falin og við afgreiðum þau fyrir næstu alþingiskosningar," segir Jóhanna. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að kjörsóknin sé lítil. "Sem vekur auðvitað spurningar um hvenig stór hluti kjósenda leit á þessa atkvæðagreiðslu. Það er auðvitað dálítið bratt að ætla sér að segja til um hvað allt það fólk var að hugsa og ég hugsa að ástæðurnar geti verið mjög mismunandi," segir Birgir. Birgir segir framhaldið óráðið en ljóst sé þó að meirihlutinn muni leggja fram frumvarp um málið á þingi. „Þá er öll málsmeðferðin eftir í þinginu og það er auðvitað ekki ljóst á þessu stigi hvaða stefnu hún tekur eða hve mikið svigrúm þingmenn munu telja sig hafa til að breyta textanum sem liggur fyrir," segir Birgir. Eina sem við getum sagt með nokkri vissu er það þarna liggur fyrir Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokuð Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra segir að almenningur hafi í gær sett fram skýra kröfu á þingmenn að þeir ljúki nú við frumvarp að nýrri stjórnarskrá svo hægt verði að kjósa um það í vor. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir að framhaldið sé enn óljóst. Það var mikill fögnuður á Hótel Borg í gærkvöldi þegar fyrstu tölur voru birtar en þar höfðu Samtök um nýja stjórnarskrá blásið til fagnaðar. Við tókum Salvöru Nordal, formann Stjórnlagaráðs tali. Hún sagði sérstaklega ánægjulegt að sjá hve mikinn stuðning fyrsta spurningin hafi fengið í atkvæðagreiðslunni og að nú sé boltinn hjá Alþingi. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt að Alþingi taki þessar tillögur alvarlega og það verði núna alvarleg og efnisleg umræða um tillögurnar í framhaldinu," segir Salvör. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra tekur undir með Salvöru: „Ég er mjög stolt með það að þjóðin skuli skila þinginu svona afdráttarlausri niðurstöðu. Þarna hefur verið tekin afstaða í stórum deilumálum sem lengi hafa verið uppi hjá þjóðinni," segir Jóhanna. Jóhanna segist ekki á því að þáttakan hafi verið dræm, og að niðurstaðan sé nægilega afdráttarlaus til þess að þinginu beri að taka hana alvarlega og hún vill klára málið fyrir næstu kosningar. „Þetta er krafa frá þjóðinni, það eru bara skilaboðin til þingsins. Ég ætla nú bara að leyfa mér að vera bjartsýn á að menn fari nú ekki að læsast niðri í skotgröfunum heldur setjist málefnalega yfir þau verkefni sem okkur hafa verið falin og við afgreiðum þau fyrir næstu alþingiskosningar," segir Jóhanna. Birgir Ármannsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir ljóst að kjörsóknin sé lítil. "Sem vekur auðvitað spurningar um hvenig stór hluti kjósenda leit á þessa atkvæðagreiðslu. Það er auðvitað dálítið bratt að ætla sér að segja til um hvað allt það fólk var að hugsa og ég hugsa að ástæðurnar geti verið mjög mismunandi," segir Birgir. Birgir segir framhaldið óráðið en ljóst sé þó að meirihlutinn muni leggja fram frumvarp um málið á þingi. „Þá er öll málsmeðferðin eftir í þinginu og það er auðvitað ekki ljóst á þessu stigi hvaða stefnu hún tekur eða hve mikið svigrúm þingmenn munu telja sig hafa til að breyta textanum sem liggur fyrir," segir Birgir. Eina sem við getum sagt með nokkri vissu er það þarna liggur fyrir
Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Fleiri fréttir Bíll bilaði og Hvalfjarðargöng lokuð Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli Sjá meira