Íslenski boltinn

Ingimundur Níels semur við FH

Ingimundur Níels Óskarsson skrifaði í dag undir tveggja ára samning við Íslandsmeistara FH en þetta er staðfest á stuðningsmannasíðu FH-inga. Hann kemur til félagsins frá Fylki.

Þessi félagaskipti hafa legið í loftinu í nokkurn tíma og koma því lítið á óvart. FH-ingar hafa lengi haft augastað á leikmanninum.

Ingimundur skoraði 10 mörk í 23 leikjum fyrir Fylki í sumar.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×