Íslenski boltinn

FH framlengdi við þrjá sterka leikmenn

Hólmar Örn í Evrópuleik.
Hólmar Örn í Evrópuleik. mynd/stefán
FH fékk Ingimund Níels Óskarsson í sínar raðir í dag en fleiri góð tíðindi fylgdu þeim pakka því þrír sterkir leikmenn framlengdu samning sinn við félagið.

Hinn ungi og stórefnilegi Einar Karl Ingvarsson skrifaði undir þriggja ára samning en hann sló í gegn seinni hluta sumars.

Emil Pálsson skrifaði undir tveggja ára samning en Hólmar Örn Rúnarsson undir eins árs samning.

Allt eru þetta menn sem komu mikið við sögu í sumar og því mikill fengur fyrir FH að halda þeim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×