Fótbolti

Stelpurnar okkar syngja gegn einelti

Stelpurnar í kvennalandsliðinu í knattspyrnu sendu frá sér lag í gær en það er þeirra framlag í baráttunni gegn einelti.

Lagið heitir "Fögnum fjölbreytileikanum" og er sungið af Mist Edvardsdóttur og Rakel Hönnudóttur.

Í myndbandinu, sem má sjá hér að ofan, koma síðan leikmenn liðsins fram með skilaboð.

Flott framtak hjá stelpunum sem spila gríðarlega mikilvægan leik gegn Úkraínu á Laugardalsvelli í kvöld eins og flestir ættu að vita.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×