Erlent

Segir Pussy Riot hafa fengið það sem þær áttu skilið

Pútin segir konurnar þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna.
Pútin segir konurnar þurfa að taka afleiðingum gjörða sinna.

Vladimar Pútin, forsætisráðherra Rússlands, sagði í kvöldverði með fjölmiðlamönnum í dag, að meðlimir Pussy Riot hefðu fengið það sem þær áttu skilið. Samkvæmt fréttvef Reuters var Pútin spurður út í málið en hann spurði á móti hversvegna bandarísk stjórnvöld styddu ekki betur við bakið á kvikmyndagerðarmönnunum sem gerðu kvikmyndina „Sakleysi múslima".

Hann spurði ennfremur hvort það væru skoðanir sem einhver ætti að styðja sérstaklega. Með þessu gaf hann í skyn að báðar uppákomurnar brytu á siðferði samfélaganna, en myndin þótti sérstaklega ósmekkleg árás á íslam.

Hann sagði rússneskt samfélag byggt á siðferðislegum grunni og að ef einhver brýtur á þeim gildum eigi sá hinn sami að taka afleiðingunum samkvæmt gildandi lögum.

Með þessum orðum hafnar Pútin alfarið mikilli gagnrýni Vesturlanda vegna málsins, en tvær konur afplána enn tveggja ára fangelsisdóm sem þær fengu fyrir að spila pönktónlist og mótmæla Pútín í sögufrægri kirkju í Moskvu. Konurnar hafa verið fluttar í fangabúðir lengst frá Moskvu og er talið að aðbúnaður þeirra sé með versta móti.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×