Fótbolti

Heskey sjóðheitur í Ástralíu

Útbrunni enski framherjinn, Emile Heskey, sem ekkert félag á Englandi vildi fá er heldur betur að láta til sín taka hjá Newcastle Jets í ástralska boltanum. Heskey gerði sér lítið fyrir og skoraði bæði mörk Jets í 2-1 sigri á Melbourne Victory.

Það sem var sérstakt við þennan leik er að hægt var að fylgjast bara með Heskey allan leikinn. Áhorfendur gátu fylgst með Heskey-myndavélinni sem elti kappann fram og til baka í 90 mínútur.

Þeir sem það gerðu urðu ekki fyrir vonbrigðum enda fengu þeir tvö mörk frá kappanum.

Það er jafnmikið og Heskey skoraði síðustu tvö tímabil með Aston Villa.

Hægt er að sjá mörk Heskey hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×