Fótbolti

Erjur hjá fjölskyldu Maradona

Maradona og frú bíða spennt eftir nýja barninu.
Maradona og frú bíða spennt eftir nýja barninu.
Hinn 51 árs gamli Diego Armando Maradona er ekki dauður úr öllum æðum en hann á von á sínu fjórða barni eins og Vísir greindi frá á dögunum.

Það verður fyrsta barn hans og núverandi konu hans Veronicu Ojeda. Þau hjónakorn eru hæstánægð með væntanlegt barn en slíkt hið sama verður ekki sagt um aðra fjölskyldumeðlimi.

Fyrrverandi eiginkona Maradona, Claudia Villafare, og börn þeirra þrjú eru mjög svekkt yfir því að hann sé að eignast börn og vilja meina að hann hafi lofað því að eignast ekki fleiri börn.

Var haldinn fjölskyldufundur vegna málsins þar sem allt á að hafa farið í háaloft.

Sérstaklega er dóttir hans, Giannina, ósátt enda verður litli bróðir hennar yngri en hennar eigið barn sem hún á með Sergio Aguero, leikmanni Man. City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×