Fótbolti

Eiður Smári skoraði í þriðja leiknum í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen.
Eiður Smári Guðjohnsen. Mynd/Nordic Photos/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen var enn á ný á skotskónum með Cercle Brugge í belgísku úrvalsdeildinni í kvöld en eins og í hinum leikjunum þá dugði það liðinu ekki til að ná í stig. Cercle Brugge tapaði 1-2 á útivelli á móti Standard Liege.

Imoh Ezekiel kom Standard Liege í 1-0 á 30. mínútu en Eiður Smári jafnaði fyrir Cercle Brugge í upphafi seinni hálfleiks eftir að hafa fengið sendingu frá Mushaga Bakenga. Ignacio Gonzáles kom Standard Liege aftur yfir tíu mínútum síðar og það reyndist vera sigurmarkið í leiknum.

Eiður Smári spilaði allan leikinn í fremstu víglínu alveg eins og Arnar Þór Viðarsson sem var aftarlega á miðjunni.

Eiður Smári hefur skoraði í þremur fyrstu leikjum sínum með Cercle Brugge en liðið hefur ekki náð í stig í neinum þeirra og situr enn í botnsæti deildarinnar.

Eiður Smári skoraði líka í 1-3 tapi á útivelli á móti Zulte-Waregem og í 1-2 tapi á heimavelli á móti Mechelen.

Cercle Brugge hefur aðeins náð í 4 stig í fyrstu 12 leikjunum og situr á botni belgísku deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×