Enski boltinn

Rooney og frú eiga von á öðru barni

Kai Rooney er óneitanlega prakkaralegur.
Kai Rooney er óneitanlega prakkaralegur. Nordic Photos / Getty Images
Coleen Rooney, eiginkona knattspyrnumannsins Wayne Rooney, staðfesti í dag að þau hjónin eigi von á sínu öðru barni.

Fyrir eiga þau soninn Kai en hann fæddist í nóvember árið 2009 en von er á nýja fjölskyldumeðliminum í maí næstkomandi.

„Wayne, Kai og ég erum hæstánægð með að eiga von á viðbót við fjölskyldu okkar," skrifaði hún á Twitter-síðu sína og ítrekaði einnig að hún vildi að fréttirnar kæmu fyrst frá þeim sjálfum.

Fengu þau margar hamingjuóskir við þetta tilefni, til að mynda frá liðsfélögum Rooney hjá Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×