Enski boltinn

Fernandes stendur með Hughes

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
MYND: NORDIC PHOTOS \ GETTY
Tony Fernandes stjórnarformaður Queens Park Rangers segir starf Mark Hughes knattspyrnustjóra félagsins vera öruggt þrátt fyrir vandræði félagsins á botni ensku úrvalsdeildarinnar.

QPR er eitt þriggja lið sem er enn án sigurs, QPR og Norwich í sjö leikjum og Reading í sex leikjum. Reading og Norwich eru með þrjú stig en QPR er neðst með tvö stig.

Vangaveltur um að Hughes sé valtur í sessi vegna vandræðanna í upphafi leiktíðar en Fernandes segir að Hughes þurfti engar áhyggjur að hafa. Starf hans sé öruggt.

„Ef liðið væri að spila illa og leikmenn væru órólegir þá myndir þú segja að hlutirnir væru í ólagi en liðið er að spila vel,“ sagði Fernandes við Sky Sports News.

„Við höfum gefið klaufaleg mörk og misst lykilmenn í lykilstöðum í meiðsli. Því miður eða sem betur fer erum við áberandi félag. Við erum fimm stigum frá því að vera um miðja deild og önnur félög eru ekki undir sömu pressu og við en það fylgir stærð félagsins.

„Það er engin ástæða til að örvænta. Mark gerði vel hjá Fulham, hjá Blackburn og ég verð að segja Manchester City, grunnur meistaraliðsins voru leikmenn sem Mark sótti.

„Hann nýtur míns fyllsta trausts og ég vona að hann sanni mál mitt svo eftir verði tekið og svari sérfræðingum og sófa gagnrýnendum,“ sagði Fernandes.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×