Enski boltinn

Engar samningaviðræður við Toure áætlaðar

Forráðamönnum Man. City liggur ekkert á að semja upp á nýtt við miðjumanninn Yaya Toure sem er með risasamning við félagið og fær litlar 220 þúsund pund á viku.

Núverandi samningur leikmannsins rennur út árið 2015 en þá verður hann 32 ára gamall. Það verður sest við samningaborðið næsta sumar og framhaldið skoðað.

Umboðsmenn hans hafa lagt hart að City að ganga frá nýjum, lengri samningi en forráðamenn City hafa ekki nennt að hlusta á þær kröfur.

Umboðsmennirnir hafa á móti reynt að koma sögum í gang um að leikmaðurinn vilji nýja áskorun og mörg stærstu félög Evrópu séu til í að kaupa hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×