Enski boltinn

Balotelli: Ég elska Mancini og hann elskar mig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Balotelli fagnar marki sínu í gær.
Mario Balotelli fagnar marki sínu í gær. Nordic Photos / Getty Images
Mario Balotelli, leikmaður Manchester City, er ekki ánægður með alla í yfirstjórn félagsins þó svo að hann segi samband sitt við knattspyrnustjórann Roberto Mancini mjög gott.

Balotelli ræddi við ítalska fjölmiðla eftir 3-1 sigur liðsins á Dönum í undankeppni HM 2014 í gær. Balotelli skoraði eitt mark í leiknum.

„Það gengur mjög vel hjá mér og Mancini. Samband okkar er gott, þó svo að það sé sífellt verið að reyna að koma óorði á það. Við elskum hvorn annan," sagði Balotelli.

Brian Marwood, einn forráðamanna City, gagnrýndi Balotelli nýverið og sagði hana slæma fyrirmynd.

„Mér líður vel hjá Manchester City, þó svo að sumir innan félagsins vilji frekar tala við fjölmiðla en beint við mig. Mér er alveg sama."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×