Enski boltinn

Hitzlsperger fékk samning hjá Everton

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þjóðverjinn Thomas Hitzlsperger er formlega genginn í raðir Everton en félagið gerði samning við hann sem gildir fram í janúar.

Hitzlsperger hefur verið án félags síðan hann fór frá Wolfsburg í lok síðasta tímabils en verður gjaldgengur með Everton um leið og félagaskiptapappírar skila sér frá Þýskalandi.

Everton mætir QPR á sunnudag en Hitzlsperger þekkir vel til í ensku úrvalsdeildinni enda leikið með Aston Villa og West Ham á ferlinum. Hann var einnig á mála hjá Stuttgart og Lazio á sínum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×