Liverpool og United unnu - Ótrúleg endurkoma City Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. október 2012 00:01 Wayne Rooney fagnar í dag. Nordic Photos / Getty Images Liverpool, Manchester United og Manchester City unnu öll sigra í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Swansea, West Ham og Fulham eru einnig á sigurbraut. Táningurinn Raheem Sterling var hetja Liverpool en hann skoraði eina mark liðsins gegn Reading í dag. Markið var hans fyrsta fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni. Dagurinn byrjaði ekki vel hjá Wayne Rooney sem kom Stoke yfir gegn Manchester United með sjálfsmarki í upphafi leiks. Hann átti þó eftir að bæta fyrir það en hann skoraði tvö í 4-2 sigri United-manna. Robin van Persie og Danny Welbeck voru einnig á skotskónum fyrir United og Michael Kightly skoraði síðara mark Stoke í leiknum. Edin Dzeko reyndist hetja Manchester City. Hann kom inn á sem varamaður á 80. mínútu og var staðan þá 1-0 fyrir West Brom en Shane Long hafði komið heimamönnum yfir. Dzeko skoraði þó tvívegis fyrir City á lokamínútunum, það síðara í uppbótartíma, og tryggði meisturunum dýrmætan 2-1 sigur. Það sem meira er - City var manni færri lengst af í leiknum þar sem að James Milner fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir að taka niður Long þegar hann var sloppinn í gegn. Öll mörkin í leik Swansea og Wigan voru skoruð á fjögurra mínútna kafla. Swansea hafði betur, 2-1, með mörkum Pablo og Michu. Emmeson Boyce skoraði fyrir Wigan. Chris Baird tryggði Fulham 1-0 sigur á Aston Villa og West Ham vann góðan 4-1 sigur á Southampton í nýliðaslag. Mark Noble skoraði tvö fyrir hamrana - Kevin Nolan og Modibo Maiga hin. Adam Lallana skoraði mark Southampton. Chelsea er á toppnum með 22 stig en Manchester-liðin koma næst með átján stig hvort. West Brom hefði komist í þriðja sætið með því að ná stigi í dag en er í sjötta sætinu. Liverpool er í ellefta sætinu með níu stig en þetta var annar sigur liðsins í síðustu þremur deildarleikjum. Úrslit og markaskorarar hér fyrir neðan. Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Liverpool, Manchester United og Manchester City unnu öll sigra í leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni í dag. Swansea, West Ham og Fulham eru einnig á sigurbraut. Táningurinn Raheem Sterling var hetja Liverpool en hann skoraði eina mark liðsins gegn Reading í dag. Markið var hans fyrsta fyrir félagið í ensku úrvalsdeildinni. Dagurinn byrjaði ekki vel hjá Wayne Rooney sem kom Stoke yfir gegn Manchester United með sjálfsmarki í upphafi leiks. Hann átti þó eftir að bæta fyrir það en hann skoraði tvö í 4-2 sigri United-manna. Robin van Persie og Danny Welbeck voru einnig á skotskónum fyrir United og Michael Kightly skoraði síðara mark Stoke í leiknum. Edin Dzeko reyndist hetja Manchester City. Hann kom inn á sem varamaður á 80. mínútu og var staðan þá 1-0 fyrir West Brom en Shane Long hafði komið heimamönnum yfir. Dzeko skoraði þó tvívegis fyrir City á lokamínútunum, það síðara í uppbótartíma, og tryggði meisturunum dýrmætan 2-1 sigur. Það sem meira er - City var manni færri lengst af í leiknum þar sem að James Milner fékk að líta rauða spjaldið í fyrri hálfleik fyrir að taka niður Long þegar hann var sloppinn í gegn. Öll mörkin í leik Swansea og Wigan voru skoruð á fjögurra mínútna kafla. Swansea hafði betur, 2-1, með mörkum Pablo og Michu. Emmeson Boyce skoraði fyrir Wigan. Chris Baird tryggði Fulham 1-0 sigur á Aston Villa og West Ham vann góðan 4-1 sigur á Southampton í nýliðaslag. Mark Noble skoraði tvö fyrir hamrana - Kevin Nolan og Modibo Maiga hin. Adam Lallana skoraði mark Southampton. Chelsea er á toppnum með 22 stig en Manchester-liðin koma næst með átján stig hvort. West Brom hefði komist í þriðja sætið með því að ná stigi í dag en er í sjötta sætinu. Liverpool er í ellefta sætinu með níu stig en þetta var annar sigur liðsins í síðustu þremur deildarleikjum. Úrslit og markaskorarar hér fyrir neðan.
Enski boltinn Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira