Enski boltinn

Holt tryggði Norwich sigur á slöku liði Arsenal

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Norwich kom sér úr fallsæti með verðskulduðum 1-0 sigri á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag. Grant Holt skoraði eina mark leiksins.

Arsenal var langt frá sínu besta í leiknum en markið skoraði Holt á 20. mínútu þegar hann fylgdi eftir skoti Norðmannsins Alexander Tettey. Vito Mannone varði en hélt ekki boltanum og var eftirleikurinn auðveldur fyrir Holt.

Michael Turner komst nálægt því að skora annað mark fyrir Norwich en hann skallaði framhjá úr góðu færi.

Arsenal gekk bölvanlega að skapa sér færi í leiknum en Mikel Arteta átti skot að marki undir lok leiksins sem John Ruddy varði.

Arsenal er í níunda sæti deildarinnar með tólf stig en Norwich er nú með sex stig í fimmtánda sæti.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×