Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Umræða um umdeilt mark hjá Demba Ba

Demba Ba framherji enska úrvalsdeildarliðsins Newcastle var í aðalhlutverki þegar hann skoraði bæði mörk liðsins í 2-2 jafntefli gegn Reading um helgina. Ba skoraði stórglæsilegt mark á 59. mínútu en síðara mark hans var afar umdeilt þar sem hann notaði höndina til þess að koma boltanum í netið. Guðmundur Benediktsson fór yfir "Ba-málið“ í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport 2 í gær ásamt Hjörvari Hafliðasyni og Þorláki Árnasyni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×