Enski boltinn

Cardiff eitt á toppnum eftir sigur á Birmingham - Úlfarnir töpuðu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Aron Einar Gunnarsson og Heiðar Helguson léku báðir allan leikinn þegar lið þeirra Cardiff City vann 2-1 heimasigur á Birmingham í ensku b-deildinni í kvöld. Cardiff er nú eitt á toppnum með eins stigs forskot á Leicester eftir leiki kvöldsins.

Craig Bellamy kom Cardiff í 1-0 á 39. mínútu en Leroy Lita jafnaði metin fyrir Birmingham á 54. mínútu. Mark Hudson skoraði sigurmarkið þremur mínútum síðar.

Björn Bergmann Sigurðarson spilaði síðustu 22 mínúturnar með Wolves sem tapaði 1-2 á heimavelli á móti Crystal Palace.

Sylvan Ebanks-Blake kom Wolves í 1-0 á 53. mínútu en Wilfred Zaha skoraði tvö mörk á síðustu 23 mínútum leiksins og tryggði Crystal Palace góðan útisigur.

Kevin Davies skoraði tvö mörk fyrir Bolton í 2-2 jafntefli á móti Leeds þar á meðal jöfnunarmarkið tólf mínútum fyrir leikslok. Davies skoraði fyrsta mark leiksins á 14. mínútu en mörk frá Sam Byram og Luciano Becchio komu Leeds í 2-1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×