Enski boltinn

David Moyes og Steven Fletcher bestir í september

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Steven Fletcher.
Steven Fletcher. Mynd/Nordic Photos/Getty
Steven Fletcher, framherji Sunderland og David Moyes, stjóri Everton, voru valdir þeir bestu í ensku úrvalsdeildinni í septembermánuði af sérstakri valnefnd á vegum ensku úrvalsdeildarinnar en Gylfi Þór Sigurðsson fékk samskonar verðlaun og Fletcher fyrir mars fyrr á þessu ári.

David Moyes er að gera frábæra hluti með Everton-liðið þrátt fyrir að fá aldrei mikinn pening til að styrkja liðið. Everton byrjaði mánuðinn á tapi á móti West Brom en tók síðan 7 stig út úr þremur síðustu leikjum sínum.

Tottenham Hotspur, Manchester United, Manchester City og Arsenal fengu reyndar fleiri stig í september en undir stjórn Moyes tókst Everton að fylgja eftir góðri byrjun í ágúst.

Þetta er í níunda sinn sem David Moyes fær þessi verðlaun en aðeins Alex Ferguson og Arsène Wenger hafa fengið þau oftar.

Steven Fletcher byrjaði frábærlega með Sunderland-liðinu og skoraði 5 mörk í 4 leikjum í mánuðinum. Hann skoraði öll mörk Sunderland í mánuðinum en þau dugðu til að landa sex stigum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×