Enski boltinn

Rodgers segist hafa hlutverk fyrir Carragher

Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, hefur sannfært varnarmanninn Jamie Carragher um að hann eigi sér framtíð hjá félaginu þó svo hann hafi fengið fá tækifæri það sem af er vetri.

Carragjer verður fyrirliði reynslulítils liðs Liverpool í kvöld sem mætir Young Boys í Evrópudeildinni.

"Ég ræddi við Jamie er ég kom fyrst til félagsins og þá vissi hann ekki alveg hvar hann væri staddur á sínum ferli. Hann er einn af hornsteinum félagsins og var alltaf í liðinu þar til í fyrra. Ég hef hrifist af honum innan sem utan vallar," sagði Rodgers.

"Ég held hann hafi enn upp á ýmislegt að bjóða og við hljótum að geta fundið hlutverk fyrir hann. Hvað hann vill svo gera næsta sumar er undir honum komið."

Samningur Carragher við Liverpool rennur út næsta sumar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×