Everton vann Swansea 3-0 í Wales og fór upp í 2. sætið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2012 11:15 Marouane Fellaini. Mynd/Nordic Photos/Getty Everton-menn sóttu þrjú stig til Wales með því að vinna Swansea 3-0 í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni og komust fyrir vikið upp í annað sætið deildarinnar. Leikurinn var afar fjörugur allan tímann og mikil skemmtun fyrir þá sem á horfðu en Swansea lék reyndar manni færri síðustu 32 mínútur leiksins. Á endanum var það hreinlega ótrúlegt að mörkin í þessum leik urðu bara þrjú. Everton vann tvo fyrstu leiki sína eins og Swansea en bæði liðin voru bara búin að ná í eitt stig út úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Swansea tapaði þarna öðrum leiknum í röð og fyrsta heimaleiknum á tímabilinu. Everton byrjaði leikinn í stórsókn og fékk full af færum á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það var því ekki ósanngjarnt að Everton skoraði fyrsta markið þótt að markið sjálft hafi verið kolólöglegt. Victor Anichebe kom Everton þá í 1-0 á 22. mínútu með skoti út teignum eftir að Marouane Fellaini hafði tekið boltann niður í teignum og komið honum til hans. Við endursýningu á markinu sást hinsvegar að Fellaini hafði blakað boltanum til Anichebe með hendinni og því átti markið aldrei að vera dæmt gilt. Belginn Kevin Mirallas bætti síðan við öðru marki Everton tveimur mínútum fyrir hálfleik eftir hraða sókn. Steven Pienaar gaf boltann á Mirallas sem skaut fyrst í slánna en fylgdi svo á eftir með því að skalla boltann inn af marklínunni. Bakvörðurinn Àngel Rangel fékk tvö algjör dauðafæri til að minnka muninn fyrir hálfleik en Everton-menn sluppu með skrekkinn í bæði skiptin og þar með inn í leikhléið með 2-0 forystu. Nathan Dyer kom inn á sem varamaður hjá Swansea í hálfleik en entist bara í 13 mínútur eftir að hafa fengið tvö gul spjöld á aðeins þremur mínútum. Swansea-liðið var því manni færri síðustu 32 mínútur leiksins. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum og bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Marouane Fellaini skoraði að lokum þriðja mark Everton með skalla á 82. mínútu eftir aukaspyrnu frá Leighton Baines. Þannig urðu síðan lokatölurnar í leiknum. Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira
Everton-menn sóttu þrjú stig til Wales með því að vinna Swansea 3-0 í hádegisleiknum í ensku úrvalsdeildinni og komust fyrir vikið upp í annað sætið deildarinnar. Leikurinn var afar fjörugur allan tímann og mikil skemmtun fyrir þá sem á horfðu en Swansea lék reyndar manni færri síðustu 32 mínútur leiksins. Á endanum var það hreinlega ótrúlegt að mörkin í þessum leik urðu bara þrjú. Everton vann tvo fyrstu leiki sína eins og Swansea en bæði liðin voru bara búin að ná í eitt stig út úr síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Swansea tapaði þarna öðrum leiknum í röð og fyrsta heimaleiknum á tímabilinu. Everton byrjaði leikinn í stórsókn og fékk full af færum á fyrstu tuttugu mínútum leiksins. Það var því ekki ósanngjarnt að Everton skoraði fyrsta markið þótt að markið sjálft hafi verið kolólöglegt. Victor Anichebe kom Everton þá í 1-0 á 22. mínútu með skoti út teignum eftir að Marouane Fellaini hafði tekið boltann niður í teignum og komið honum til hans. Við endursýningu á markinu sást hinsvegar að Fellaini hafði blakað boltanum til Anichebe með hendinni og því átti markið aldrei að vera dæmt gilt. Belginn Kevin Mirallas bætti síðan við öðru marki Everton tveimur mínútum fyrir hálfleik eftir hraða sókn. Steven Pienaar gaf boltann á Mirallas sem skaut fyrst í slánna en fylgdi svo á eftir með því að skalla boltann inn af marklínunni. Bakvörðurinn Àngel Rangel fékk tvö algjör dauðafæri til að minnka muninn fyrir hálfleik en Everton-menn sluppu með skrekkinn í bæði skiptin og þar með inn í leikhléið með 2-0 forystu. Nathan Dyer kom inn á sem varamaður hjá Swansea í hálfleik en entist bara í 13 mínútur eftir að hafa fengið tvö gul spjöld á aðeins þremur mínútum. Swansea-liðið var því manni færri síðustu 32 mínútur leiksins. Fjörið hélt áfram í seinni hálfleiknum og bæði lið fengu tækifæri til að bæta við mörkum. Marouane Fellaini skoraði að lokum þriðja mark Everton með skalla á 82. mínútu eftir aukaspyrnu frá Leighton Baines. Þannig urðu síðan lokatölurnar í leiknum.
Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Íslenski boltinn Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fleiri fréttir Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Sjá meira