Enski boltinn

Ashley Cole skoraði sigurmark Chelsea rétt fyrir leikslok

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ashley Cole og Branislav Ivanovic.
Ashley Cole og Branislav Ivanovic. Mynd/Nordic Photos/Getty
Vinstri bakvörðurinn Ashley Cole skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Chelsea á Stoke á Brúnni í ensku úrvalsdeildinni í dag en sigurinn skilar Chelsea-liðinu þriggja stiga forskoti á toppi deildarinnar.

Fyrri hálfleikurinn var engin fótboltaveisla en bæði lið fengu þó færi til þess að komast yfir þótt að Chelsea væri með nokkra yfirburði út á vellinum. Jonathan Walters komst næst því að skora þegar hann skallaði í slánna á 20. mínútu en sex mínútum síðar fékk Fernando Torres besta færi Chelsea í fyrri hálfleik en náði ekki nógu góðu skoti.

Sigurmark Ashley Cole kom fimm mínútum fyrir leikslok eftir að hafa fengið boltann frá Juan Manuel Mata. Branislav Ivanovic átti einnig mikinn þátt í markinu. Þetta var fyrsta mark enska landsliðsbakvarðarins í  ensku úrvalsdeildinni í tvö ár.

Stoke var búið að gera jafntefli í fjórum fyrstu leikjunum sínum en tapaði nú sínum fyrsta leik. Stoke-liðið var samt nálægt því að landa fimmta jafnteflinu í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×