Innlent

Ekki ráðið hvað tekur við hjá Birki

BBI skrifar
Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins.
Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins. Mynd/Pjetur

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir enn ekki ráðið hvað tekur við hjá honum eftir að hann lætur af störfum sem varaformaður Framsóknarflokksins. Birkir tilkynnti í dag að eftir 15 ára starf í pólitík hyggðist hann róa á ný mið eftir líðandi kjörtímabil.

„Ég er einungis 33 ára gamall og það er margt sem kemur til greina, en fyrst og fremst mun ég kannski hlúa að fjölskyldunni," segir Birkir, en hann hefur starfað fyrir Framsóknarflokkinn frá 18 ára aldri. „Svo það verður ágætt að halda á önnur mið."

„Ég mun náttúrlega verja kröftum mínum á Alþingi næsta vetur og í kosningabaráttu fyrir Framsóknarflokkinn. Svo verður bara framtíðin að skera úr um hvað tekur við," segir hann.

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur lýst yfir áhuga sínum á því að taka við varaformannsstöðu í flokknum. „Ég fagna hverjum og einum sem býður fram krafta sína í það verk að veita Framsóknarflokknum forystu," segir Birkir Jón.


Tengdar fréttir

Sigurður Ingi sækist eftir varaformannsstólnum

Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, mun gefa kost á sér sem varaformaður Framsóknarflokksins á næsta flokksþingi sem fram fer í febrúar á næsta ári.

Birkir Jón víkur fyrir Sigmundi

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir líðandi kjörtímabil og mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður flokksins. Í stað hans hyggst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sækjast eftir að vera í framboði fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.