Innlent

Sigurður Ingi sækist eftir varaformannsstólnum

BBI skrifar
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson, þingmaður Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi, mun gefa kost á sér sem varaformaður Framsóknarflokksins á næsta flokksþingi sem fram fer í febrúar á næsta ári.

Þetta tilkynnti hann eftir fund Framsóknarmanna á Sauðárkróki þar sem Birkir Jón Jónsson, sitjandi varaformaður flokksins, tilkynnti að hann ætlaði ekki að halda áfram í pólitík eftir líðandi kjörtímabil.

Á facebook síðu sinni lýsir Sigurður Ingi þakklæti í garð Birkis fyrir vel unnin störf.


Tengdar fréttir

Birkir Jón víkur fyrir Sigmundi

Birkir Jón Jónsson, varaformaður Framsóknarflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir líðandi kjörtímabil og mun ekki sækjast eftir endurkjöri sem varaformaður flokksins. Í stað hans hyggst Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins sækjast eftir að vera í framboði fyrir flokkinn í Norðausturkjördæmi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×